![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|---|---|
![]() |

Hnit verkfræðistofa verður hluti af Artelia Group.
Það gleður okkur að tilkynna að Hnit verkfræðistofa verður nú hluti af Artelia Group, einni stærstu verkfræðistofu Evrópu. Artelia Group er alþjóðlegt fyrirtæki með um það bil 10.000 starfsmenn og árlega veltu yfir 1,15 milljarða evra.
Hnit, sem hefur verið starfrækt í meira en 50 ár með 40 öfluga starfsmenn, gengur til liðs við norræna hluta Artelia. Sem hluti af alþjóðlegu teymi veitir þessi sameining okkur tækifæri til að bjóða upp á fjölbreyttari og víðtækari sérfræðiþekkingu til að takast á við fleiri og stærri verkefni og veitir starfsmönnum okkar spennandi tækifæri.
Hnit verður áfram sama verkfræðistofan með sömu starfsmenn, stjórnendur og þjónustu og áður. Við hlökkum til að hefja þennan nýja kafla og halda áfram að þróast til framtíðar með öflugu baklandi.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í tilefni dagsins eru frá vinstri: Kristinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hnits og Christian Listov-Saabye, framkvæmdastjóri Artelia Nordics og verðandi stjórnarformaður Hnits.