Kringlumýrarbraut - Stígagerð og veitur
Verkkaupar: Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur, Míla og Vegagerðin
Kostnaðaráætlun: 97 milljónir
Verkefni Hnits: Umsjón og eftirlit með stígagerð og lagnavinnu
Hnit hafði umsjón og eftirlit með lagnavinnu og stígagerð meðfram Kringlumýrarbraut milli Laugavegar og Miklubrautar.
Verkið fólst í gerð hjólastígs vestan Kringlumýrarbrautar frá Laugavegi að Miklubraut með tilheyrandi jarðvegsskiptum, malbikun, skiltun, málun yfirborðs, lýsingu og gróðurfrágangi auk gerðar hægri beygjureinar af Kringlumýrarbraut vestur Háaleitisbraut. Einnig fólst verkið í lagningu nýrrar 600mm ductile stofnlagnar vatnsveitu frá dæluhúsi norðan Laugavegar og að Miklubraut. Fyrir Mílu lagði verktaki fjölpípustofn, ídráttarrör og setti niður brunna. Umferðarljós á Háaleitisbraut voru færð og bætt við umferðarstýringu fyrir hjólandi.
Jarðvinna fyrir breikkun göngustígs. |
---|
Jarðvinna fyrir breikkun göngustígs. |
Verktaki leggur 600mm ductile pípu. |
Þverun Laugavegs. |
Þverun Laugavegs. |
Lagning á ductile pípu. |
Malbikun lokið í þverun Laugavegs. |
Þverun Háaleitisbrautar. |
Þverun Háaleitisbrautar. |
Fleygun á klöpp. |
Grjóthleðsla með stíg. |
Gömul kaldavatnslögn. |
Gömul kaldavatnslön fjarlægð. |
Ný lögn tengd. |
Lagning ductile pípu. |
Yfirborðsfrágangur. |
Yfirborðsfrágangur. |
Yfirborðsfrágangur. |
Yfirborðsfrágangur. |
Yfirborðsfrágangur. |